Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 12. apríl 2014 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Valur kom við sögu í sigri Belenenses
Helgi Valur spilaði í dag
Helgi Valur spilaði í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belenenses sigraði Vitoria de Guimaeres með þremur mörkum gegn einu í portúgölsku deildinni í dag.

Crivellaro kom Guimaeres yfir í leiknum en stuttu síðar var Chris Malonga rekinn af velli með sitt annað gula spjald og breyttist leikurinn við það.

Deyverson jafnaði metin fyrir Belenenses og í kjölfarið skoraði svo Fredy tvö mörk til þess að tryggja liðinu sigur.

Helgi Valur Danielsson kom inná sem varamaður á 82. mínútu til þess að halda forskotinu og lokatölur því 3-1.

Hann hefur mikið spilað á þessari leiktíð og yfirleitt verið í byrjunarliði en Eggert Gunnþór Jónsson hefur ekki fengið jafn mikinn leiktíma og hefur ekki spilað síðan í byrjun mars.

Belenenses er í bullandi fallbaráttu sem stendur en liðið er í 14. sæti af 16 mögulegum með 24 stig, svo sigurinn í dag var afar mikilvægur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner