Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 12. apríl 2014 11:00
Elvar Geir Magnússon
Hernandez til Atletico Madrid?
Powerade
Fer þessi í spænska boltann?
Fer þessi í spænska boltann?
Mynd: Getty Images
Tottenham gerði mistök á markaðnum.
Tottenham gerði mistök á markaðnum.
Mynd: Getty Images
Þessi líka prýðilegi laugardagur er runninn upp. Það er ekki slæm hugmynd að fá sér fyrsta kaffibolla dagsins og renna yfir slúðrið. Þessum molum ber að sjálfsögðu að taka með fyrirvara. Þetta er slúður.

Javier Hernandez, sóknarmaður Manchester United, gæti verið einn af fjölmörgum leikmönnum til að yfirgefa Old Trafford í sumar. Atletico Madrid hefur áhuga á honum. (Metro)

Roberto Martinez, stjóri Everton, segir að Romelu Lukaku sé það ánægður á Goodison Park að mögulegt sé að hann gangi alfarið í raðir félagsins. Lukaku er á lánssamningi frá Chelsea. (Daily Mirror)

Tony Pulis, stjóri Crystal Palace, segir að Jason Puncheon, 27 ára vængmaður liðsins, sé ekki til sölu. (The Sun)

Harry Redknapp, stjóri QPR, viðurkennir að Loic Remy muni líklega yfirgefa félagið alfarið í sumar eftir góða frammistöðu sem lánsmaður hjá Newcastle. Arsenal hefur áhuga á þessum 27 ára leikmanni. (Metro)

Louis van Gaal mun reyna að fá varnarmanninn Joel Veltman frá Ajax ef hann fær stjórastarfið hjá Tottenham í sumar. (Daily Mirror)

West Ham gæti reynt að nýju að fá sóknarmanninn Ross McCormack frá Leeds í lok tímabilsins. (TalkSport)

Phil Bardsley, varnarmaður Sunderland, og hinn fjölhæfi Jack Colback munu yfirgefa Sunderland þegar samningar þeirra renna út eftir tímabilið. (The Sun)

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, segir að leikurinn við Liverpool á morgun sé úrslitaleikur en þó séu titilmöguleikar City ekki úr sögunni þó liðið muni tapa. (FourFourTwo)

Tim Sherwood, stjóri Tottenham, segir að félagið hafi gert stór mistök með því að kaupa svona marga nýja menn erlendis frá síðasta sumar. (Times)

Curtis Davies, fyrirliði Hull City, segist ekki búast við því að vera valinn í írska landsliðið. Hann segir að samband sitt við þjálfarana Martin O'Neill og Roy Keane sé ekki gott. (Telegraph)

Alan Pardew, stjóri Newcastle, segist þurfa að sýna seiglu eftir að könnun sýndi að 86% stuðningsmanna liðsins vilja að hann verði rekinn. (Daily Express)

Koke segist vera ánægður hjá Atletico Madrid og ekki vera að hugsa um að yfirgefa félagið. Manchester United hefur áhuga á leikmanninum. (Marca)

Marko Arnautovic vonast til að vera í herbúðum Stoke City næstu árin. (Sentinel)

Juventus hefur áhuga á að fá Dider Drogba í sínar raðir og umboðsmaður hans hefur rætt við ítalska félagið sem vill fá hann frá Galatasaray. (Football Italia)
Athugasemdir
banner