Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. apríl 2014 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Roma með þægilegan sigur á Atalanta
Gervinho og félagar hafa spilað frábærlega á þessu tímabili
Gervinho og félagar hafa spilað frábærlega á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag en AS Roma náði öruggum sigri á Atalanta þar sem liðið sigraði með þremur mörkum gegn einu.

Sassuolo og Cagliari gerðu 1-1 jafntefli í dag. Simone Zaza kom Sassuolo yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Agim Ibraimi jafnaði metin í byrjun þess síðari.

AS Roma sigraði svo Atalanta í kvöldleiknum. Ítalski/brasilíski vængmaðurinn Rodrigo Taddei kom Roma yfir á 13. mínútu eftir laglega stoðsendingu frá Francesco Totti áður en Adem Ljajic bætti við öðru undir lok fyrri hálfleiks.

Gervinho skoraði þriðja mark Roma á 63. mínútu áður en Giulio Miglaccio minnkaði muninn á 78. mínútu en lengra komst Atalanta ekki. Lokatölur því 3-1 en Roma er áfram í öðru sæti með 79 stig og búið að tryggja sér Meistaradeildarsæti.

Nú er útlit fyrir að liðið þurfi ekki einu sinni að taka þátt í undankeppni Meistaradeildarinnar en liðið er með fimmtán stiga forskot á Napoli sem er í þriðja sæti.


Úrslit og markaskorarar:

Roma 3 - 1 Atalanta
1-0 Rodrigo Taddei ('13 )
2-0 Adem Ljajic ('44 )
3-0 Gervinho ('63 )
3-1 Giulio Migliaccio ('78 )

Sassuolo 1 - 1 Cagliari
1-0 Simone Zaza ('36 )
1-1 Agim Ibraimi ('47 , víti)
Athugasemdir
banner
banner