Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 12. apríl 2014 11:15
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail 
Lambert telur Tony Pulis geta verið stjóra ársins
Tony Pulis hefur tekist að snúa gengi Crystal Palace við frá innkomu sinni í nóvember
Tony Pulis hefur tekist að snúa gengi Crystal Palace við frá innkomu sinni í nóvember
Mynd: Getty Images
Paul Lambert, knattspyrnustjóri Aston Villa, telur Tony Pulis eiga möguleika á því að vera titlaður knattspyrnustjóri tímabilsins í ensku Úrvalsdeildinni.

Flestir búast við að knattspyrnustjóri sigurvegara deildarinnar hljóti nafnbótina, eða Brendan Rodgers sem hefur stýrt Liverpool frábærlega og er í titilbaráttu.

Pulis tók við Crystal Palace undir lok nóvember þegar nýliðarnir voru í botnsætinu með sjö stig úr 12 leikjum.

Tony tókst að stýra félaginu úr fallsvæðinu og er liðið nú sjö stigum fyrir ofan það leiðindasvæði.

,,Það kæmi mér ekki á óvart ef Tony fengi einhver verðlaun," sagði Lambert

,,Hann gerði frábæra hluti þegar hann var hjá Stoke og er að gera virkilega góða hluti hjá Palace. Maður veit alltaf við hverju maður á að búast þegar spilað er gegn liði frá Tony - erfiðum leik.

,,Hann er með lið fullt af góðum, heiðarlegum atvinnumönnum sem hafa náð nokkrum góðum úrslitum nýlega og geta bjargað sér frá falli."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner