Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 12. apríl 2014 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Árni Vill með þrennu - Tveir Blikar fengu að sjá rautt
Árni Vilhjálmsson eða Big ÁV eins og hann er oft kallaður skoraði þrennu í dag
Árni Vilhjálmsson eða Big ÁV eins og hann er oft kallaður skoraði þrennu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 0 Afturelding
1-0 Árni Vilhjálmsson ('32 )
2-0 Árni Vilhjálmsson ('52 )
3-0 Árni Vilhjálmsson ('54 )
4-0 Elvar Páll Sigurðsson ('87 )
Rautt spjald: Damir Muminovic ('14, Breiðablik ), Jordan Halsman ('69, Breiðablik )

Breiðablik sigraði Aftureldingu með fjórum mörkum gegn engu í heldur fjörlegum leik í Fífunni í dag en Blikar voru þegar búnir að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins.

Damir Muminovic fékk að líta beint rautt spjald strax á 14. mínútu leiksins en það hafði þó ekki áhrif á Blika. Árni Vilhjálmsson kom liðinu yfir á 32. mínútu og stóðu leikar þannig í hálfleik.

Árni bætti við öðru marki á 52. mínútu og fullkomnaði svo þrennuna með góðu marki tveimur mínútum síðar.

Jordan Halsman fékk að líta sitt annað gula spjald á 69. mínútu leiksins en þrátt fyrir það bættu Blikar við fjórða markinu á 87. mínútu er Elvar Páll Sigurðsson skoraði.

Lokatölur því 4-0. Breiðablik tók því annað sætið með 15 stig, stigi á eftir KR í riðli 1 á meðan Afturelding hafnaði í sjöunda sæti með 4 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner