Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 12. apríl 2014 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Magath: Sigurinn gegn Villa til einskis ef við töpum
Magath á erfitt verk fyrir höndum við stjórnvölinn hjá Fulham sem er líklega á leið niður um deild
Magath á erfitt verk fyrir höndum við stjórnvölinn hjá Fulham sem er líklega á leið niður um deild
Mynd: Getty Images
Felix Magath segir að sigur Fulham á Villa Park í síðustu umferð hafi enga þýðingu ef liðinu tekst ekki að leggja Norwich af velli á Craven Cottage um helgina.

Magath tók við Fulham af Rene Meulensteen 14. febrúar og er enn í bullandi fallbaráttu með liðið.

Norwich er í síðasta sætinu sem tryggir áframhaldandi þátttöku í deild þeirra bestu og skilja fimm stig liðið að frá Fulham sem er í fallsæti.

,,Fólk var alltaf að segja við mig þegar ég tók við að nú væru tólf leikir eftir og framundan væri gott leikjaprógram," sagði Magath.

,,Það sáu allir möguleikana en það þarf fyrst að ná í þessi stig áður en maður getur farið að tala um þau sem gefin.

,,Allir vita að við þurfum sigur um helgina. Þetta var mikilvægur sigur gegn Aston Villa í síðustu viku en ef við vinnum ekki á laugardaginn var hann til einskis."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner