banner
   lau 12. apríl 2014 17:10
Brynjar Ingi Erluson
Martinez: Ánægjulegt fyrir okkur að halda hreinu
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton á Englandi, var auðvitað í skýjunum með 0-1 sigur liðsins á Sunderland í dag en sigurinn kom þeim í Meistaradeildarsæti.

Eina mark leiksins kom fimmtán mínútum fyrir leikslok en Wes Brown varð þá fyrir því óláni að koma boltanum í eigið mark.

Everton er þar með komið í fjórða sæti deildarinnar sem gefur Meistaradeildarsæti en Sunderland er enn á botninum þegar fjórir leikir eru eftir af deildinni.

,,Þetta var erfiður leikur og maður gat séð að mikið var í húfi hjá báðum liðum. Frá okkar sjónarhorni þá var það ánægjulegt fyrir okkur að halda hreinu, sérstaklega undir þessum kringumstæðum," sagði Martinez.

,,Það var mikilvægt fyrir okkur líka að grípa tækifærin þegar þau gáfust. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna og karakterinn sem strákarnir sýndu, við komum inn í þennan leik eftir frábæran sigur á Arsenal en maður verður að ná að aðlagast fljótt í þessari deild þegar maður spilar við mismunandi lið," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner