Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. apríl 2014 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Soccerway 
Martino væri til í að skipta við Real eða Atletico Madrid
Gerardo Martino og lærisveinar hans eru enn í baráttunni um spænska Konungsbikarinn og efstu deildina þar í landi
Gerardo Martino og lærisveinar hans eru enn í baráttunni um spænska Konungsbikarinn og efstu deildina þar í landi
Mynd: Getty Images
Barcelona var slegið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þegar Atletico Madrid vann samanlagt 2-1 eftir rúmar 180 mínútur af fótbolta.

Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur keppninnar sem Atletico kemst í frá 2007 og mætir liðið Chelsea á meðan Real Madrid á leik við Bayern München.

,,Fyrir mig, persónulega, voru það hræðileg mistök að detta úr leik og þetta verða mistök sem munu hrjá mig þó við vinnum spænsku deildina og bikarinn," sagði Martino.

,,Ég væri meira en tilbúinn til þess að skipta um stöðu við Atletico eða Real Madrid á þessari stundu."

Barcelona er einu stigi frá toppliði Atletico Madrid og segir Martino að eina leiðin til að vinna deildina sé að sigra rest.

,,Við verðum að vinna hvern einasta leik sem er eftir af tímabilinu til að vinna deildina, við vitum hvað er í húfi. Granada þarf stigin jafn mikið og við í fallbaráttunni."
Athugasemdir
banner