Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. apríl 2014 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Ingi hafði betur gegn Eiði Smára í belgísku deildinni í dag
Eiður Smári spilaði með Club Brugge í dag
Eiður Smári spilaði með Club Brugge í dag
Mynd: Kristján Bernburg
Zulte-Waregem sigraði Club Brugge með tveimur mörkum gegn einu er í úrslitakeppni belgísku deildarinnar í dag en tveir Íslendingar voru á ferðinni.

Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn í liði Waregem gegn Club Brugge í dag en hann hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár eða frá því hann kom til liðsins frá SonderjyskE árið 2011.

Eiður Smári Guðjohnsen kom þá inná sem varamaður í liði Brugge en hann kom við sögu á 79. mínútu. Hann er kominn með tvö mörk fyrir Brugge á þessari leiktíð en hann hefur tíu sinnum verið í byrjunarliði.

Lokatölur engu að síður 2-1 Waregem í vil en sem stendur er Waregem í öðru sæti með 36 stig en Club Brugge í fjórða með 35 stig. Standard Liege er á toppnum með 37 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner