Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. apríl 2014 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Poyet tekur ekki mark á gagnrýnendum
Mynd: Getty Images
Gus Poyet segist ekki taka mark á þeirri gagnrýni sem hann fær frá stuðningsmönnum, knattspyrnusérfræðingum og fjölmiðlum.

Poyet játar getuleysi sitt til að breyta skoðunum fólks og ætlar að halda sínu starfi áfram í sama fari.

Poyet hefur verið gagnrýndur fyrir að nota þrjá miðverði og tvo varnartengiliði og hefur Sunderland tapað fjórum leikjum í röð þrátt fyrir góða frammistöðu á köflum.

,,Ég tala af fullkomnum heiðarleika þegar ég segi að mér er alveg sama um hvaða gagnrýni ég fæ. Allir hafa skoðun og það er ekkert sem ég get gert í því, " sagði Poyet við Sunderland Echo.

,,Stöðugustu leikmennirnir síðustu vikur hafa verið Lee Cattermole og Liam Bridcutt. Það skiptir ekki máli hvar þú spilar, í hvaða stöðu eða hvað þú kannt tæknilega, það sem skiptir máli er hvað þú gerir á vellinum.

,,Þessir tveir hafa sýnt það með sinni spilamennsku að þeir eiga skilið að vera áfram í byrjunarliðinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner