Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. apríl 2014 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Granada hafði betur gegn Barcelona
Tap Barcelona í kvöld gæti haft mikil áhrif á titilbaráttu þeirra
Tap Barcelona í kvöld gæti haft mikil áhrif á titilbaráttu þeirra
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fóru fram í spænska boltanum í dag en hrakfarir Barcelona halda áfram. Liðið tapaði 1-0 fyrir Granada í dag.

Villarreal sigraði Levante með einu marki gegn engu en Jeremy Perbet skoraði sigurmarkið undir lok leiksins.

Celta og Real Sociedad gerðu þá 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Sergio Canales kom Sociedad yfir eftir átta mínútur áður en Nolito jafnaði metin úr vítaspyrnu. Antoine Griezmann kom Sociedad aftur yfir svo áður en Santi Mina jafnaði metin.

Granada sigraði þá Barcelona með einu marki gegn engu. Yacine Brahimi skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu en ljóst er að þetta mun hafa mikil áhrif á titilbaráttu liðsins.

Barcelona er í öðru sæti með 78 stig en Real Madrid og Atletico Madrid eiga leik til góða á Barcelona. Atletico Madrid er í fyrsta sæti með 79 stig og getur því náð fjögurra stiga forskoti á meðan Real Madrid getur komist upp í annað sætið í kvöld.

Úrslit og markaskorarar:

Villarreal 1 - 0 Levante
1-0 Jeremy Perbet ('90 )

Granada CF 1 - 0 Barcelona
1-0 Yacine Brahimi ('16 )

Celta 2 - 2 Real Sociedad
0-1 Sergio Canales ('8 )
1-1 Nolito ('37 , víti)
1-2 Antoine Griezmann ('43 )
2-2 Santi Mina ('82 )
Rautt spjald:Jon Aurtenetxe, Celta ('48)
Athugasemdir
banner
banner
banner