Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. apríl 2014 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Tapið gegn Dortmund það stærsta á þjálfaraferli Guardiola
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Mögnuð staðreynd dagsins er komin í hús. 0-3 tap Bayern München gegn Borussia Dortmund í dag var stærsta tap Pep Guardiola, þjálfara Bayern, á þjálfaraferli hans.

Bayern München tapaði fyrir Borussia Dortmund með þremur mörkum gegn engu í dag en Bayern hafði þegar tryggt sér titilinn. Dortmund átti sigurinn fyllilega skilið en eftir leikinn var boðið upp á magnaða staðreynd.

Pep Guardiola, þjálfari Bayern, hefur þjálfað B-lið Barcelona, aðallið Barcelona og nú Bayern en samtals hefur hann verið við stjórnvölin á 337 leikjum. Tapið gegn Dortmund í dag var stærsta tap Guardiola á þjálfaraferlinum.

Bayern undirbýr sig af krafti fyrir undanúrslitaleiki Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid og þá á liðið Kaiserslautern í þýska bikarnum en ljóst er að frammistaðan í dag er ekkert svakalega öflugur undirbúningur fyrir þessa leiki.
Athugasemdir
banner
banner