lau 12. apríl 2014 18:27
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Dortmund fór illa með Bayern á Allianz-Arena
Henrikh Mkhitaryan og Nuri Sahin
Henrikh Mkhitaryan og Nuri Sahin
Mynd: Getty Images
Bayern 0 - 3 Borussia D.
0-1 Henrikh Mkhitaryan ('20 )
0-2 Marco Reus ('49 )
0-3 Jonas Hofmann ('56 )

Þýskalandsmeistarar Bayern München fóru illa að ráði sínu er Borussia Dortmund heimsótti liðið á Allianz-Arena í dag en Dortmund fór með 0-3 sigur af hólmi.

Bayern er þegar búið að tryggja sér titilinn en liðið tapaði meðal annars fyrir Augsburg með einu marki gegn engu í síðustu umferð. Bayern stillti upp gríðarlega sterku liði í dag en þrátt fyrir það hafði Dortmund yfirburði.

Henrikh Mkhitaryan kom Dortmund yfir með laglegu marki eftir skemmtilegan undirbúning frá Pierre Emerick Aubameyang og Marco Reus áður en Reus bætti sjálfur við öðru marki í byrjun síðari hálfleiks.

Hinn ungi og efnilegi Jonas Hofmann bætti við þriðja markinu á 56. mínútu og drap leikinn gjörsamlega.

Kunnuglegir atburðir áttu sér stað undir lok leiks er Rafinha var vikið af velli fyrir að slá Mkhitaryan en honum var einmitt einnig vikið af velli í fyrri viðureign þessara liða á tímabilinu.

Lokatölur 0-3 Dortmund í vil sem situr í öðru sæti með 61 stig, sautján stigum á eftir Bayern þegar fjórar umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner