Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 12. apríl 2014 16:51
Brynjar Ingi Erluson
Tim Sherwood: Þetta var brjálæði
Sherwood hefur gaman af spennunni
Sherwood hefur gaman af spennunni
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur á Englandi, var yfir heildina ánægður með frammistöðu liðsins í 3-3 jafnteflinu gegn WBA í dag.

WBA komst í þriggja marka forystu gegn Tottenham í dag en í stöðunni 2-0 fyrir WBA gat Emmanuel Adebayor minnkaði muninn en hann lét þá Ben Foster verja vítaspyrnu frá sér og í kjölfarið skoraði WBA þriðja markið.

Tottenham kom þó til baka og jafnaði metin en jöfnunarmarkið kom á síðustu mínútu leiksins.

,,Þetta var brjálæði. Þeir hefðu þess vegna getað gefið þeim 1-0 forskot fyrir leikinn því í stöðunni 3-0 fyrir WBA þá trúði ég því í alvöru að við myndum vinna leikinn því við áttum þennan leik," sagði Sherwood.

,,Við vorum vonsviknir með þriðja markið, okkur fannst það vera brot. Ég er að reyna að finna margar afsakanir núna fyrir varnarleiknum okkar en hann var því miður skelfilegur í dag."

,,Ég hef gaman af spennunni og er stoltur af því að vera knattspyrnustjóri hjá þessu frábæra félagi og vonandi verð ég áfram hér. Stuðningsmennirnir vita að ég er á þeirra bandi og eina sem ég vil gera er að gera það besta fyrir félagið,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner