Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. apríl 2014 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Tveir Selfyssingar markahæstir í Noregi
Jón Daði Böðvarsson og fyrir aftan hann má sjá Viðar Örn Kjartansson
Jón Daði Böðvarsson og fyrir aftan hann má sjá Viðar Örn Kjartansson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þegar Selfoss kemur upp í kollinn á Íslendingum þá er líklega hugsað um rólegan og lítinn stað á Suðurlandi en ekki um þá staðreynd að tveir knattspyrnumenn þaðan séu markahæstir í norsku úrvalsdeildinni.

Viðar Örn Kjartansson, sem leikur í dag með Valerenga í Noregi, gekk til liðs við úrvalsdeildarliðið frá Fylki eftir sumarið en þar áður hafði hann alla yngri flokka og fram í meistaraflokk leikið með Selfyssingum.

Hann gekk til liðs við Fylki fyrir síðasta sumar og stóð sig gríðarlega vel með Árbæingum sem varð til þess að Valerenga keypti hann.

Jón Daði Böðvarsson gekk til liðs við Viking frá Selfossi í byrjun síðasta árs en skoraði einungis eitt mark fyrir liðið í norsku deildinni. Hann byrjaði þá átta leiki en var á meðan lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands.

Báðir þessir leikmenn hafa byrjað tímabilið af krafti í Noregi en þeir eru markahæstir í norsku úrvalsdeildinni. Þeir eru komnir með þrjú mörk í fyrstu þremur leikjunum og lítur framhaldið ansi vel út.

Þeir eru þó ekki einu knattspyrnumennirnir í Noregi sem eru frá Selfossi en Guðmundur Þórarinsson, sem er á mála hjá Sarpsborg er einnig þaðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner