banner
   fim 12. apríl 2018 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hvenær áttar Pogba sig á því að hann er snillingur?"
Pogba hefur heilt yfir verið slakur á tímabilinu. Hann átti þó góðan leik um síðustu helgi þar sem hann skoraði tvisvar gegn Manchester City.
Pogba hefur heilt yfir verið slakur á tímabilinu. Hann átti þó góðan leik um síðustu helgi þar sem hann skoraði tvisvar gegn Manchester City.
Mynd: Getty Images
Cristophe Dugarry, fyrrum framherji franska landsliðsins, liggur ekki á þeim skoðunum sem hann hefur. Ummæli sem hann lét falla um Zlatan Ibrahimovic árið 2016 gefa það til kynna.

Dugarry hefur mikið álit á Paul Pogba, miðjumanni Manchester United, en segir hann geta miklu meira.

Pogba var keyptur aftur til Manchester United eftir vera hjá Juventus, sumarið 2016 fyrir 89 milljónir punda. Pogba hefur ekki alveg náð að standa undir verðmiðanum en hann sýndi þó hversu góður hann getur verið um síðustu helgi, er hann skoraði tvennu í mögnuðum sigri á nágrönnunum í Manchester City.

Dugarry segir að Pogba fari í taugarnar á sér þar sem hann geti gert miklu betur en hann er að gera núna.

„Hann er frá annarri plánetu en hann fer í taugarnar á mér þar sem hann er fær um að gera 100 sinnum meira," sagði Dugarry um Pogba í samtali við franska fjölmiðilinn RMC.

„Hann er snillingur en hvenær mun hann átta sig á því?"

Pogba verður í eldlínunni með Man Utd um helgina þegar liðið fær botnlið West Brom í heimsókn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner