Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mán 12. maí 2014 21:38
Daníel Freyr Jónsson
Segja tilboði United í Shaw hafa verið hafnað
Enska úrvalsdeildarliðið Southampton hefur hafnað risatilboði Manchester United í hinn bráðefnilega Luke Shaw.

The Guardian greinir frá þessu nú í kvöld, en tilboðið hljóðaði upp á 27 milljónir punda.

Southampton kom þeim skilaboðum áleiðis til United að Shaw væri ekki til sölu, en forráðamenn Rauðu djöflanna munu vera vissir um að félagið geti klófest leikmanninn.

Shaw var í dag valinn í enska landsliðið sem fer á HM í Brasilíu í sumar og þykir hann einn allra efnilegasti varnarmaður heims í dag. Var hann þar valinn fram yfir Ashley Cole.

United sér Shaw sem arftaka Patrice Evra sem líklega er á förum frá félaginu
Athugasemdir
banner