,,Ég er hrikalega svekktur með úrslitin eftir þessa þrjá leiki, að vera bara með eitt stig," sagði Stefán Gíslason leikmaður Breiðabliks svekktur eftir 2-0 tap gegn Keflvíkingum í kvöld.
,,Við erum ekki komnir almennilega í gang og það er kominn tími á að rífa sig í gang og byrja þetta mót. Þetta er ódýrt í dag."
,,Við erum ekki að spila okkar besta bolta en það er óþarfi að gefa mörk á móti. Við höfum nokkra daga fram á sunnudag til að snúa þessu við."
,,Við erum ekki komnir almennilega í gang og það er kominn tími á að rífa sig í gang og byrja þetta mót. Þetta er ódýrt í dag."
,,Við erum ekki að spila okkar besta bolta en það er óþarfi að gefa mörk á móti. Við höfum nokkra daga fram á sunnudag til að snúa þessu við."
Sóknarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska í kvöld.
,,Við þurfum að skapa meira. Við þurfum að koma með einhverjar hugmyndir inn í þetta. Þetta er þunnt fram á við en þetta gengur um alla línuna, frá öftustu mönnum og fram. Við þurfum að laga þetta snarlega."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir