Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   lau 12. maí 2018 14:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 8. sæti
Hvíti Riddarinn
Hvíta Riddaranum er spáð 8. sæti í 2. deild.
Hvíta Riddaranum er spáð 8. sæti í 2. deild.
Mynd: Aðsend
Frá leik Hvíta Riddarans síðastliðið sumar
Frá leik Hvíta Riddarans síðastliðið sumar
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Auður Linda er lykilmaður hjá Hvíta Riddaranum
Auður Linda er lykilmaður hjá Hvíta Riddaranum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-7 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. Hvíti Riddarinn, 17 stig

8. Hvíti Riddarinn

Lokastaða í fyrra: 9. sæti í 2. deild.

Þjálfarinn: Arnar Freyr Gestsson þjálfar Hvíta Riddarann líkt og í fyrra.

Kvennalið Hvíta Riddarans tók fyrst þátt í Íslandsmóti sumarið 2015. Liðið endaði í neðsta sæti 1. deildar tvö fyrstu tímabilin sín og í neðsta sæti 2. deildar í fyrra. Það hefur lítið gengið að safna stigum og liðið hefur fengið marga skelli en þó náð upp ágætum frammistöðum inn á milli. Í vetur auglýsti liðið eftir fleiri leikmönnum en það dugði ekki til að ná í lið í Lengjubikarnum. Hvíti Riddarinn ætlar hinsvegar að taka slaginn í 2. deild í sumar og það er jákvætt fyrir deildina.

Lykilmenn: Auður Linda Sonjudóttir, Sóley Rut Þrastardóttir, Svava Björk Hölludóttir.

Arnar Freyr Gestsson þjálfari um spánna og sumarið:

„Spáin kemur á óvart þar sem við enduðum í 9. sæti í fyrra svo við tökum 8.sætinu fagnandi,” sagði Arnar léttur og bætti við um markmið sumarsins:

„Hið eldgamla og strangheiðarlega markmið er að gera betur en í fyrra. Sýnist það strax ætla að ganga eftir þar sem við enduðum í 9. sæti í fyrra en höfum unnið hörðum höndum að því að gera betur og getum því ekki endað neðar en 8. sæti í ár.

Hvíti Riddarinn auglýsti eftir leikmönnum fyrr á árinu. Hver er staðan á leikmannahópnum?

„Mannskapurinn hefur tekið á sig góða mynd og ef allt gengur eftir ætti breiddin að vera meiri og betri en undanfarin ár. En ég myndi ekki slá hendinni á móti einum til tveimur eða fjórtán góðum leikmönnum.“

Við hverju býst Arnar af deildinni í ár?

„Býst við meiri spennu í toppbaráttunni þetta árið en í fyrra enda eru liðin búin að styrkja sig vel og allir vilja komast í 1.deild. Liðin gætu verið jafnari og deildin opnari, enda eru bikarglaði Júlli og hans skósveinar sem gáfu engum öðrum séns farin upp um deild.”

Komnar:
Áshildur María Guðbrandsdóttir frá Fylki
Birta Vífilsdóttir frá Augnablik
Bryndís Hulda Ríkharðsdóttir frá Hömrunum
Erika Dorielle Sigurðardóttir
Irma Gunnþórsdóttir frá Víking Ó.
Karen Ósk Þórisdóttir frá Víking R.
Katrín Arna Kjartansdóttir frá Selfoss
Rósa Linh Ngo frá Fylki
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir
Sunna Rún Þórarinsdóttir frá FH
Tinna Björk Guðmundsdóttir frá Fjölni
Una Sighvatsdóttir frá KS

Farnar:
Anna Pálína Sigurðardóttir í Aftureldingu
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir til Sviss
Guðrún Ósk Tryggvadóttir aftur í ÍR
Kolbrún Hulda Edvardsdóttir í 2.fl Aftureldingar
Ólöf Pálína Sigurðardóttir í Aftureldingu
Sigurrós Halldórsdóttir í Aftureldingu
Ásdís María Magnúsdóttir í barneignarfrí
Brynja Rós Ólafsdóttir í barneignarfrí
Guðlaug Arna Hannesdóttir í barneignarfrí
Hafdís Sæland í barneignarfrí

Fyrstu leikir Hvíta Riddarans:
27. maí Tindastóll – Hvíti Riddarinn
10. júní Hvíti Riddarinn – Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
14. júní Augnablik – Hvíti Riddarinn
Athugasemdir
banner