Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, var sár og svekktur eftir 2-0 tap gegn ÍR á heimavelli í Inkasso-deildinni í dag.
„Við erum mjög ósáttir, við erum það allir," sagði Gunnar í samtali við Fótbolta.net eftir leik.
„Við erum mjög ósáttir, við erum það allir," sagði Gunnar í samtali við Fótbolta.net eftir leik.
Lestu um leikinn: Selfoss 0 - 2 ÍR
„Mér fannst við byrja ágætlega, við héldum boltanum ágætlega og ÍR-ingarnir voru ekki að skapa sér neitt. Það sem þeir voru að skapa sér, það vorum við að skapa fyrir þá. Við vorum alveg gríðarlega klaufalegir í dag."
„Við gerum þetta af hálfum hraða. Við vinnum ekki seinni boltann og hann fær að skoppa inn í box af vild. Það eru heimskulegar ákvarðanir hjá okkur sem skapa þetta fyrra mark hjá þeim."
Aðspurður út í styrkingu á hóp sagði Gunnar:
„Ég bara veit það ekki, það er verið að skoða ákveðin mál. Miðað við spilamennskuna í dag, þá þurfum að þétta okkar raðir. Við erum að leita að einum til tveimur til að styrkja hópinn. Í fyrsta lagi þurfum við að styrkja hópinn innan frá; það gengur ekki upp að vera að spila frábærlega fimmtudegi og skelfilega viku seinna."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir