þri 12. júní 2018 10:02
Hafliði Breiðfjörð
Gelendzhik
Aron Einar pantaði skó meðan hann bar á sig sólarvörn
Icelandair
Aron Einar ræðir við Sigga dúllu í símann. Víðir heldur á símanum enda Aron að bera á sig sólarvörn.
Aron Einar ræðir við Sigga dúllu í símann. Víðir heldur á símanum enda Aron að bera á sig sólarvörn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði Íslands virðist óðum að komast í stand fyrir fyrsta leik Íslands á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Ísland er í æfingabúðum í Kabardinka við svartahafið og Aron Einar hefur tekið mismikinn þátt í æfingum liðsins eftir aðgerð sem hann gekkst undir í síðasta mánuði.

Fyrir leikur okkar er gegn Argentínumönnum næstkomandi laugardag og Aron Einar stefnir enn á að ná þeim leik.

Hann var nýlega mættur á æfingu íslenska liðsins í morgun þegar hann áttaði sig á að hann vildi æfa í öðrum skóm svo hann sendi liðsstjórann, Sigga dúllu upp á hótel að sækja skó.

Siggi hringdi svo í Víði Reynisson öryggisfulltrúa sem gaf Aroni Einari fulla þjónustu og hélt á símanum fyrir hann enda Aron upptekinn í allt öðru, bera á sig sólarvörn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner