þri 12. júní 2018 20:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Belgía verður heimsmeistari samkvæmt BBC
Hazard og félagar í Belgíu verða heimsmeistarar í Rússlandi
Hazard og félagar í Belgíu verða heimsmeistarar í Rússlandi
Mynd: Getty Images
Samkvæmt útreikningum BBC mun það verða Belgar sem munu lyfta hinum eftirsótta heimsmeistaratitli þann 15. júlí í Moskvu.

Útreikningar BBC eru ekkert svo flóknir.

Frá því að liðum var fjölgað í 32 á HM hafa heimsmeistararnir komið úr efsta styrkleikaflokki. Því eru aðeins átta lið sem koma til greina samkvæmt útreikningum BBC.

Það eru Frakkland, Þýskaland, Portúgal, Brasilía, Belgía, Pólland, Argentína og Rússland.

Af þessum liðum eru Rússar veikastir en þeir eru í efsta styrkleikaflokki vegna þess að þeir eru gestgjafar. Því eru aðeins sjö eftir.

Síðan liðunum var fjölgað í 32 hafa sigurvegararnir aldrei fengið á sig meira en 4 mörk. Pólverjar voru með slökustu vörnina í undankeppninni, þeir detta því út.

Þegar HM er haldið í Evrópu, líkt og nú hafa lið utan heimsálfurnar ekki riðið feitum hesti. Aðeins einu sinni hefur land utan Evrópu unnið HM í Evrópu en það gerðist þegar Brasilía vann í Svíþjóð árið 1958. Brasilía og Argentína detta því út.

Aðeins Frakkar, Belgar, Þjóðverjar og Portúgalar sem eru eftir.

Það skiptir máli að hafa góðan markvörð til þess að verða heimsmeistari. Portúgalar eru með veikasta markvörðinn (Rui Patricio) á meðan hinar þjóðirnar eru með menn eins og Manuel Nauer, Hugo Lloris og Thibaut Courtois.

Mikilvægt er að hafa reynslu í liðinu. Frakkar eru með fæstu landsleikina að meðaltali innan hópsins, á meðan Belgar eru með flestu landsleikina að meðaltali. Frakkar ná því í bronsið.

Eftir standa Þjóðverjar og Belgar í úrslitaleiknum. Á heimsmeistaramóti virðist vera mikilvægt að vera ekki ríkjandi heimsmeistari. Ríkjandi heimsmeisturum hafa ekki vegnað vel og hafa ekki varið titil sinn síðan Brasilía gerði það 1962.

Síðan Brasilía varði titilinn sinn hafa heimsmeistarar aðeins komist tvisvar sinnum úr 8-liða úrslitum. Það var Argentína árið 1990 og Brasilía árið 1998.

Þjóðverjar detta því út og Belgía stendur uppi sem sigurvegari.
Athugasemdir
banner
banner
banner