Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 12. júní 2018 08:26
Arnar Daði Arnarsson
Gylfi: Ætti kannski að heyra í Funes Mori
Icelandair
Gylfi Þór á æfingu í Rússlandi.
Gylfi Þór á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Upphitun landsliðsmanna á æfingu.
Upphitun landsliðsmanna á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það kom mér örlítið á óvart hversu rólegir við erum búnir að vera. Ég hélt að það yrði meiri spenna og æsingur í okkur en ég held að það sé bara jákvætt. Ég held að þetta komi þegar við byrjum að ferðast í leikina og erum mættir á völlinn," sagði miðjumaðurinn, Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í Gelendzhik í morgun.

Í dag eru fjórir dagar í fyrsta leik Íslands á HM í knattspyrnu frá upphafi. Ísland mætir þá Argentínu í Moskvu.

Gylfi Þór segist vera hrifinn af Rússlandi það sem af er.

„Þetta er frábært hótel og góð aðstaða fyrir okkur og frábær æfingasvæði. Það mætti vera aðeins minni vindur fyrir utan það þá hefur þetta verið mjög fínt," sagði Gylfi en eru landsliðsmennirnir nokkuð of yfirvegaðir?

„Ég vona ekki, það kemur allt í ljós. Það var kannski meiri spenna og fiðringur í okkur fyrir EM, þá var allt fyrst hjá okkur. Við erum ekki að upplifa allt í fyrsta skipti núna. Það kannski hjálpar okkur. Við fórum langt á adrenalíninu á síðasta stórmóti."

„Ég held að reynslan af EM sé að hjálpa okkur, sérstaklega í undankeppninni fyrir HM. Reynsla af stórum leikjum og þurfa að spila vel þegar þess þarf. Það er erfitt að segja hversu mikilvæg hún er, en hún er gríðarlega dýrmæt fyrir okkur og ég vona að við getum nýtt hana á þessu móti."

Argentínski varnarmaðurinn og liðsfélagi Gylfa í Everton Funes Mori var ekki valinn í lokahóp Argentínu fyrir HM. Hefur Gylfi eitthvað heyrt í honum og beðið um ráð til að vinna Argentínu?

„Ég ætti kannski að heyra í honum. Við spjölluðum auðvitað mikið saman fyrir sumarfrí. Ég þarf nú ekki að spyrja hann mikið út í leikmenn Argentínu, við vitum það að þeir eru allir mjög góðir og það er erfitt að brjóta þá niður," sagði Gylfi Þór.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner