Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. júní 2018 11:05
Ingólfur Páll Ingólfsson
Landslið Nígeríu mætt til Rússlands
Búningur Nígeríu hefur vakið verðskuldaða athygli.
Búningur Nígeríu hefur vakið verðskuldaða athygli.
Mynd: Getty Images
Landslið Nígeríu mætti til Rússlands seint í gærkvöldi. Landslið Nígeríu hefur fengið töluverða athygli fyrir landsliðsbúninginn sinn sem þykir með þeim flottustu á Heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tvo daga. Liðið ákvað að ganga skrefinu lengra og mætti í skemmtilegum fatnaði til Rússlands.

Klæðnaður Nígeríu endurspeglar bæði menningu heimalandsins auk þess að tengjast gælunafni landsliðsins. Ofur-Ernirnir eru því með saumaða vængi á bringunni með bolta í miðjunni.

Þrátt fyrir að hafa vakið athygli fyrir klæðnað sinn undanfarið segir þjálfari liðsins, Gernot Rorr að liðið sé einbeitt á að undirbúa sig fyrir fyrsta leik gegn Króatíu næstkomandi laugardag.

Liðið mætir strákunum okkar 22. júní og á síðasta leik sinn í riðlakeppninni gegn Argentínu þann 26. júní.



Athugasemdir
banner
banner
banner