Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. júní 2018 16:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Martin Atkinson ætlar að hjóla til Rússlands í góðgerðarskyni
Mynd: Getty Images
Martin Atkinson mun tryggja að það verði að minnsta kosti einn breskur dómari á svæðinu á Heimsmeistaramótinu í sumar jafnvel þó hann muni þurfa að hjóla rétt rúmlega 2.700 km til Rússlands.

Þessi enski úrvalsdeildardómari er hluti af hópi sem kallar sig Whistle Stop Tour og ætlar sér að hjóla frá æfingasvæði Englands, St George's Park í Staffordshire alla leið til Kaliningrad þar sem lokaleikur Englands fer fram gegn Belgíu þann 28. júní næstkomandi.

Jon Moss, mun einnig taka þátt í þessu 18 daga ferðalagi til Rússlands en félagarnir munu hjóla í gegnum Frakkland, Belgíu, Holland, Þýskaland og Pólland á leið sinni til Kaliningrad.

Ferðalagið er þó ekki eingöngu til skemmtunar en markmiðið er að safna peningum til styrktar góðgerðarmála. Hópurinn hefur nú þegar safnað 52 þúsund pundum sem mun skiptast á milli fimm góðgerðarsamtaka.

Það mun enginn breskur dómari munda flautuna á Heimsmeistaramótinu í sumar í fyrsta skipti síðan 1938. Mark Clattenburg var eini breski dómarinn á lista Fifa sem var valinn árið 2016 en hann tapaði rétti á sæti sínu eftir að hafa hætt störfum fyrir ensku úrvalsdeildina fyrir nýtt starf í Sádí Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner