Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 12. júní 2018 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mexíkóskur landsliðsmaður til Wolves (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Wolves hefur fengið mexíkóska landsliðsmanninn Raul Jimenez á árs löngum lánssamningi.

Jimenez er framherji og kemur frá Benfica.

Hann hefur skorað 14 mörk í 62 landsleikjum fyrir Mexíkó en hann er í leikmannahópnum fyrir HM í Rússlandi.

Með Benfica skoraði hann 31 mark í 120 leikjum.

Jimenez var hluti af meistaraliði Benfica síðustu árið 2016 og 2017 en hann var einnig hluti af sigurliði Benfica í portúgalska bikarnum og deildabikarnum.

Þá kom hann inn á í úrslitaleik Ólympíuleikanna árið 2012 þegar Mexíkó vann Brasiliu 2-1.

Á sama tíma hefur framherji Wolves, Benik Afobe skipt yfir til Stoke á láni, aðeins 11 dögum eftir að hann gekk til liðs við Wolves.
Athugasemdir
banner
banner
banner