„Þetta var frábær sigur og við lögðum mikið í þetta og uppskárum sigur flottur leikur og mikið um færi hjá báðum liðum sem betur fer í dag skoruðum við fleiri mörk."Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigur á ÍR í kvöld
Lestu um leikinn: ÍR 1 - 2 Njarðvík
Þetta var annar sigur Njarðvíkur í sumar en þeir hafa verið að tapa niður unnum leikjum á lokamínútunum í sumar. Í dag skoruðu þeir á lokamínútunum og uppskáru sigur.
„Það sem er sætt fyrir okkur er að við höfum verið að fá mark á okkur í lokin en í dag snerist þetta við og við skoruðum markið í lokin og héldum svo hreinu og uppskárum góðan sigur."
Njarðvík hafa ekki tapað útileik frá því í ágúst árið 2016 og byrja þetta sumar vel þrátt fyrir nokkur jafntefli og útlitið er bjart á suðurnesjunum.
„Við horfum ekki tilbaka við erum að halda áfram og gerum það vel erum komnir með 9 stig núna sem er fín byrjun og við skiljum ÍR-inganna aðeins eftir."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér í spilaranum að ofan.
Athugasemdir