Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   þri 12. júní 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Roland í 5. skipti á HM - 100% viss á að Ísland geti farið áfram
Icelandair
Roland og Helgi Kolviðsson slá á létta strengi á æfingu í Rússlandi.
Roland og Helgi Kolviðsson slá á létta strengi á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roland ræðir við Heimi Hallgrímsson.
Roland ræðir við Heimi Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af öllum sem koma nálægt íslenska landsliðinu á HM hefur Roland Andersson langmestu reynsluna. Roland er hluti af njósnateymi íslenska landsliðsins á mótinu en hann hjálpar þjálfaraliðinu einnig á æfingum.

Hinn 68 ára gamli Roland er mættur á sitt fimmta heimsmeistaramót. Roland spilaði með sænska landsliðinu á HM í Argentínu 1978. Hann hefur síðan þá farið þrisvar sinnum á mótið sem hluti af þjálfarateymi Svíþjóðar og Nígeríu. Fimmta mótið hjá Roland er núna framundan með Íslandi.

„Ég er ánægður með að vera hér. Ég elska starfsliðið, leikmennina og andrúmsloftið í kringum það. Það var líka frábær reynsla að vera með liðinu í Frakklandi fyrir tveimur árum," sagði Roland við Fótbolta.net í gær.

Kortleggur Nígeríu
Roland var aðstoðarþjálfari Lars Lagerback þegar sá síðarnefndi þjálfaði Nígeríu á HM 2010. Roland er með það verkefni að kortleggja nígeríska landsliðið fyrir leikinn í Volgograd í næstu viku.

„Það eru átta ár síðan ég var með Nígeríu og það er bara einn leikmaður eftir síðan þá, það er (John Obi) Mikel. Allir leiðtogarnir í kringum liðið eru ennþá þarna en þeir eru ekki að fara að spila. Ég sá Nígeríu spila við England í síðustu viku og þekki liðið nokkuð vel. Ég get gefið Heimi (Hallgrímssyni), Helga (Kolviðssyni) og aðilum í kringum liðið góðar upplýsingar."

Til í að vera í Rússlandi fram að jólum
Roland hóf störf hjá íslenska landsliðinu árið 2012 þegar Lars Lagerback var ráðinn til starfa. Hann hefur því tekið þátt í uppganginum í íslenskum fótbolta og er bjartsýnn fyrir HM.

„Þið sýnduð í Frakklandi og í undankeppninni að þið eruð topplið. Það eina sem skiptir máli er að komast upp úr riðlinum og ég er 100% viss um að þið getið það. Þetta er auðvitað jafn og erfiður riðill en hin liðin eiga eftir að reita stig af hvort öðru. Það eru frábærir möguleikar á að komast áfram," sagði Roland sem vonar að íslenska liðið verði sem lengst í Rússlandi.

„Ég ætla að vera hér fram að jólum," sagði Roland léttur í bragði. „Ég elska að vera hérna og vil vera hér sem lengst."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner