Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. júní 2018 12:33
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex væri til í skýrari svör
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður í íslenska landsliðinu, segir að það væri gott að fá skýrari svör um það hvort hann sé hugsaður sem markvörður númer tvö eða þrjú í íslenska landsliðinu. Þetta segir hann við Vísi í dag.

Hannes Þór Halldórsson er aðalmarkvörður landsliðsins en auk hans eru Rúnar og Frederik Schram í hópnum.

Hannes spilaði gegn Gana á fimmtudaginn en Frederik spilaði gegn Noregi fyrir tíu dögum síðan. Rúnar Alex var á bekknum í báðum leikjum.

Rúnar, sem spilaði vel með Nordsjælland í Danmörku á nýliðnu tímabili, vill fá vör um það hvort hann sé númer tvö eða þrjú í röðinni.

„Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé númer tvö eða þrjú. Ég væri alveg til í að fá skýrari svör," sagði Rúnar Alex við Vísi í dag.

„Þetta er erfið spurning og í raun skiptir kannski ekki öllu hver er númer tvö eða þrjú. Það sem skiptir máli er hver er að fara að spila en sama hvar ég er í röðinni undirbý ég mig eins fyrir hvern einasta leik. Það væri bara fínt upp á andlega hlutann að vera með einhver svör."
Athugasemdir
banner
banner
banner