
Það er ýmislegt fjölbreytilegt á boðstólnum fyrir fjölmiðlamenn frá Íslandi að borða í Gelendzhik borginni sem íslenska landsliðið æfir á meðan á HM í Rússlandi fer fram.
Einn af þjóðarréttunum hjá Rússanum er þurrkaður fiskur sem látinn er hanga og seldur á hverju götuhorni.
Arnar Daði Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net í Rússlandi gat ekki beðið eftir að fá að smakka fiskinn og afrakstur þess er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Þar fékk Arnar Daði, hjálp frá Boris Lavrovsky sem er einn helsti fisksali suður Rússlands. Ekki amalegt það.
Athugasemdir