Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 12. júní 2018 08:00
Fótbolti.net
Sjáðu stórkostlega auglýsingu Coca-Cola sem Hannes stýrði
Auglýsingin er stórglæsileg.
Auglýsingin er stórglæsileg.
Mynd: Baldur Kristjánsson
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Hannes Þór Halldórsson og Gunnar Nelson.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Hannes Þór Halldórsson og Gunnar Nelson.
Mynd: Baldur Kristjánsson
Emmsjé Gauti er hress í auglýsingunni.
Emmsjé Gauti er hress í auglýsingunni.
Mynd: Baldur Kristjánsson
Mynd: Baldur Kristjánsson
Hannes Þór Halldórsson er ekki einungis frábær markvörður því hann er jafnframt einn af landsins fremstu auglýsingaleikstjórum. Sá ferill var settur tímabundið á ís þegar hann gerðist atvinnuknattspyrnumaður, en þegar Coca-Cola hafði samband og óskaði eftir kröftum hans til að leikstýra glæsilegri HM sjónvarpsauglýsingu þá hugsaði hann sig ekki tvisvar um.

Hægt er að horfa á auglýsinguna hér að ofan sem og neðst í fréttinni.

Það eru auglýsingastofan Maurar og framleiðslufyrirtækið Purkur sem unnu herferðina með Hannesi Þór og Coca-Cola EPI og í dag, 7 mánuðum, 13 tökudögum og óteljandi vinnustundum síðar, er glæsileg auglýsing fædd og komin út undir dagsljósið.

Í auglýsingunni skapar íslenska þjóðin sem heild myndrænan hjartslátt sem magnast eftir því sem stóra stundin nálgast. Tökur hófust í San Fransisco í apríl þegar landsliðiðið var þar í æfingaferð og héldu svo áfram á ýmsum stöðum á Íslandi, þ.á.m. Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Hveragerði, Sandgerði og víða annarsstaðar. Fjölmargir aðilar koma fram í auglýsingunni og allir koma fram sem þeir sjálfir. Ýmsum lands- og heimsþekktum íslendingum bregður fyrir og má þar nefna sem dæmi Eið Smára Guðjohnsen, Gunnar Nelson, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Björgvin Karl Guðmundsson, Guðmund Benediktsson, Emmsé Gauta og Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur. Að sjálfsögðu eru svo leikmenn úr íslenska landsliðinu jafnframt í stóru hlutverki.

„Við vildum gera auglýsingu sem snerti við sem flestum landsmönnum. Auglýsingu sem myndi keyra stemmninguna fyrir keppninni upp á suðupunkt og myndi minna okkur öll á að við erum saman í þessu verkefni. Við leikmennirnir erum kannski 11 inná vellinum en við upplifum þetta samt aldrei þannig að við séum einir þar. Við finnum vel fyrir stuðningnum og finnum það sterkt að allir Íslendingar standa þétt saman að baki okkur,” segir Hannes Þór og bætir við;

„Það hefur freistað mín talsvert síðan ég setti kvikmyndagerðarferilinn á ís til að vera í atvinnumennsku að taka að mér flott leikstjóraverkefni. Svo strax daginn eftir leikinn við Kósovó þar sem við tryggðum okkur sæti á HM þá fékk ég skilaboð frá Coca-Cola sem voru einum of spennandi. Verkefnið snéri að landsliðinu, gekk upp miðað við mína dagskrá, hentaði mínum stíl, var fyrir eitt stærsta vörumerki í heimi og Ísland að fara á HM. Þetta var bara no-brainer.”

Coca-Cola hefur verið stoltur styrktaraðili íslenskrar knattspyrnu áratugum saman. Eftir að farseðillinn til Rússlands í úrslitakeppni HM var tryggður þá var ljóst að Coca-Cola myndi gera eitthvað magnað. Hugmynd kviknaði, skipulagning hófst og að endingu var arkað af stað í framleiðslu á einni stærstu og viðamestu auglýsingaherferð sem gerð hefur verið hér á landi. Magnús Viðar Heimisson, er vörumerkjastjóri Coca-Cola á Íslandi og er að vonum sáttur með afraksturinn.

„Það að Ísland eigi landslið í úrslitakeppni Evrópukeppninnar fyrst og svo Heimsmeistarakeppninnar strax í kjölfarið er árangur sem vekur heimsathygli. Við erum langsmæsta þjóðin til að tryggja okkur þátttökurétt í báðum þessum keppnum og auðvitað erum við öll ótrúlega stolt af þessu. Það er einmitt eitthvað svona sem sameinar þjóðina okkar og fær okkur öll til að gleðjast saman. Coca-Cola hefur verið styrktaraðili íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar í rúmlega þrjátíu ár. Á þessum tíma eru ótrúlegir hlutir búnir að gerast og þegar það var ljóst að Ísland væri í alvörunni að fara á HM þá var engin spurning um hvað við myndum gera. Við erum virkilega sátt með fenginn hlut og þakklát Hannesi fyrir að gefa sér tíma til að vinna þetta verkefni með okkur og að skila því svona vel af sér,” segir Magnús.

Hannes Þór ferðaðist til Rússlands með íslenska landsliðinu og þeirra föruneyti á laugardaginn og hefur dvalið við Svartahafið þar sem liðið undirbýr sig fyrir mótið.

„Þegar ég lít til baka yfir síðustu mánuði og hugsa um alla vinnuna sem við erum búnir að leggja í þetta, allan tímann sem búið er að verja í að fínpússa allskonar smáatriði, allt fólkið sem er búið að hjálpa okkur með þetta og svo hvernig þetta tengist hápunktinum á fótboltaferlinum sem er að fara með Íslandi á HM, þá get ég alveg fullyrt að þetta er það verkefni sem mér þykir vænst um. Þetta er mitt persónulegasta auglýsingaverkefni og ég er mjög stoltur af niðurstöðunni. Þessi auglýsing kemur mér í HM gírinn og ég vona að hið sama eigi um þá sem horfa.” segir Hannes Þór að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner