Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 12. júní 2018 17:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Umtiti og Sidibé tæpir fyrir fyrsta leik Frakklands
Umtiti hefur verið öflugur á tímabilinu.
Umtiti hefur verið öflugur á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt frönskum miðlum gæti Frakkland verið án Samuel Umtiti og Djibril Sidibé í fyrsta leik liðsins gegn Ástralíu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næstkomandi laugardag.

Báðir leikmenn misstu af æfingu í gær vegna vandamála í hné og munu að öllum líkindum vera á hliðarlínunni á laugardaginn.

Umtiti átti gott tímabil fyrir FC Barcelona og var lykilmaður hjá liðinu sem fékk aðeins á sig 29 mörk í 38 deildarleikjum. Hann átti þó við meiðsli að stríða og missti af tólf leikjum vegna þess.

Sidibé var líkt og Umtiti lykilmaður hjá félaginu sínu en þessi hægri bakvörður Monaco spilaði 27 leiki á tímabilinu, skoraði tvö mörk ásamt því að leggja upp átta.

Franska landsliðið býr þó yfir mikilli breidd og getur auðveldlega hvílt leikmennina í fyrsta leik. Benjamin Pavard, leikmaður Suttgart og Presnel Kimpebe, leikmaður PSG eru taldir líklegir til þess að taka sæti þeirra í byrjunarliðinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner