Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. júlí 2017 10:15
Magnús Már Einarsson
Dier vill fara til Man Utd - Zlatan áfram?
Powerade
Eric Dier (til vinstri) gæti verið á leið til Manchester United.
Eric Dier (til vinstri) gæti verið á leið til Manchester United.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gerir Zlatan nýjan samning við United?
Gerir Zlatan nýjan samning við United?
Mynd: Getty Images
Benteke er orðaður við Everton.
Benteke er orðaður við Everton.
Mynd: Getty Images
Daglega skoðum við allt það helsta úr slúðurblöðunum á Englandi. Hér er pakki dagsins.



Eric Dier (23) vill fara frá Tottenham til Manchester United. Reiknað er með að United bjóði 50 milljónir punda í miðjumanninn á næstunni. (Guardian)

Framtíð Ross Barkley hjá Everton er í óvissu. Barkley gæti verið á förum en hann er ekki með Everton í aðgerð í Tansaníu. Félagið segir að hann sé að glíma við nárameiðsli. (Daily Mail)

Lucas Leiva (30) gæti verið á leið til Lazio. Lucas fékk ekki nýjan samning hjá Liverpool en hann æfir þó með liðinu þessa dagana. (Daily Star)

Kylian Mbappe (18), framherji Mónakó átti þriggja klukkutíma fund með Arsene Wenger til að ræða möguleg félagaskipti til Arsenal. (Express)

Atletico Madrid ætlar að landa Diego Costa (28) frá Chelsea. Fabinho (23), miðjumaður Mónakó, er líka á óskalistanum en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United. Atletico er í félagaskiptabanni þar til í janúar. (Independent)

PSG er að íhuga að fá varnarmanninn Eliaquim Mangala (26) frá Manchester City. (ESPN)

PSG er einnig við það að krækja í Dani Alves (34) eftir baráttu við Manchester City. (Telegraph)

Everton vill fá Christian Benteke (26) framherja Crystal Palace til að fylla skarðið sem Romelu Lukaku skilur eftir sig. Palace vill aftur á móti ekki selja Benteke. (Daily Mirror)

Zlatan Ibrahimovic (35) gerir líklega nýjan samning við Manchester United þegar hann verður klár í slaginn eftir meiðsli í október. (Sun)

West Ham vill fá Joe Hart (30) á láni frá Manchester City. (Telegraph)

Marseille hefur ekki gefist upp á að reyna að fá Moussa Sissoko (27) miðjumann Tottenham. (Evening Standard)

WBA er á meðal 20 félaga sem vilja fá Kurt Zouma (22) varnarmann Chelsea á láni. (Daily Mirror)

Zouma ræðir við WBA og Stoke í dag um mögulegan lánssamning. (Birmingham Mail)

Manchester United hefur hafið viðræður við Ander Herrera (27) um nýjan samning upp á 175 þúsund pund í laun á viku. (Daily Star)

Everton ætlar að berjast við Crystal Palace um Jairo Riedwald (20) varnarmann Ajax en hann er metinn á 8,6 milljónir punda. (Liverpool Echo)

Jacob Murphy, kantmaður Norwich, vill ganga í raðir Newcastle. Norwich hafnaði á dögunum átta milljóna punda tilboði frá Newcastle í leikmanninn. (Chronicle)

West Ham ætlar að hækka tilboð sitt í Marko Arnautovic eftir að Stoke hafnaði fyrsta tilboði. (Evening Standard)

Leicester vill fá Eldin Jakupovic (32) markvörð Hull til að fylla skarð Ron-Robert Zieler sem er farinn til Stuttgart. (Hull Daily Mail)

Leicester hefur lofað Demarai Gray (21) að spila meira til að koma í veg fyrir að hann fari til Tottenham. (Independent)

Liverpool er að íhuga að lána Sheyi Ojo (20) til Middlesbrough. (Liverpool Echou)

West Ham, Southampton og Crystal Palace vilja fá Munir El Haddadi (21) framherja Barcelona. (Mundo Deportivo)

Newcastle nær ekki að krækja í markvörðinn Pepe Reina (34) þar sem hann ætlar að gera nýjan samning við Napoli. (Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner