Fer Alvarez til Arsenal? - Solanke til Spurs - Liverpool orðað við undrabarn
banner
   fös 12. júlí 2024 11:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólafur Örn ráðinn yfirþjálfari akademíunnar hjá Álaborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Álaborg
Fyrrum landsliðsmaðurinn Ólafur Örn Bjarnason hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Álaborg í Danmörku. Álaborg er með akademíu og á Ólafur að vera með yfirsýn yfir U13 og U19 ára lið félagsins.

AaB, eða Álaborg, tilkynnti um ráðninguna á Ólafi í morgun. Þar segir að hann sé reynslumikill þjálfari, dönsku mælandi, góður í að þróa leikmenn og hafi sem leikmaður spilað á háu getustigi.

Grindvíkingurinn lék á sínum tíma 27 A-landsleiki og lék meðal annars með Malmö og Brann. Hann vann norsku deildina með Brann og varð einnig bikarmeistari á tíma sínum þar.

Í janúar fjölluðu Víkurfréttir um það að Ólafur væri að stýra einni öflugustu akademíu Noregs en hann var þá starfsmaður Stabæk í Osló.

Hann var spilandi þjálfari Grindavíkur tímabilið 2010. Seinna varð Ólafur þjálfari hjá Egersund og Fyllingdalen áður en hann svo tók við starfi hjá norska sambandinu.

Hjá Álaborg er hinn 17 ára Nóel Atli Arnórsson sem er U19 ára landsliðsmaður Íslands. Hann steig sín fyrstu spor með aðalliði Álaborgar í vetur. Álaborg komst ásamt SönderjyskE upp í efstu deild í vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner