lau 12.ágú 2017 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: ÍA lék á als oddi
Kvenaboltinn
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
ÍA 5 - 0 Hamrarnir
1-0 Ruth Þórðar Þórðardóttir ('44)
2-0 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('54)
3-0 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('62)
4-0 Aldís Ylfa Heimisdóttir ('85)
5-0 Aldís Ylfa Heimisdóttir ('90)

Skagastúlkur áttu ekki í miklum vandræðum með Hamrana í 1. deild kvenna á þessu sólríka laugardegi.

Gengi ÍA hefur ekki verið gott upp á síðkastið, en í dag léku þær á als oddi. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir ÍA eftir mark frá Ruth Þórðar Þórðardóttir. Í seinni hálfleiknum setti ÍA í næsta gír og gott betur.

Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði tvö með stuttu millibili og þegar lítið var eftir bætti Aldís Ylfa Heimisdóttir við tveimur mörkum í viðbót.

Lokatölur 5-0 fyrir ÍA og þær eru núna með 17 stig í sjötta sæti deildarinnar. Hamrarnir eru í áttunda sæti með 13 stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | þri 05. september 13:05
Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð | mán 28. ágúst 15:00
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | mið 23. ágúst 13:00
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | mán 21. ágúst 14:00
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | fös 18. ágúst 10:45
Björn Már Ólafsson
Björn Már Ólafsson | mið 16. ágúst 12:15
föstudagur 20. október
Landslið - A-kvenna HM 2019
14:00 Þýskaland-Ísland
BRITA-Arena
16:00 Slóvenía-Tékkland
þriðjudagur 24. október
Landslið - A-kvenna HM 2019
14:10 Þýskaland-Færeyjar
16:00 Tékkland-Ísland
Znojmo Stadium
fimmtudagur 9. nóvember
Landslið - U-21 karla EM 2019
18:30 Spánn-Ísland
Est. Nueva Condomina
föstudagur 10. nóvember
Landslið - U-21 karla EM 2019
00:00 Albanía-Norður-Írland
þriðjudagur 14. nóvember
Landslið - U-21 karla EM 2019
00:00 Spánn-Slóvakía
16:00 Eistland-Ísland
A. le Coq
föstudagur 24. nóvember
Landslið - A-kvenna HM 2019
00:00 Slóvenía-Færeyjar