Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 12. ágúst 2017 17:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Antonio Conte: Ég vil ekki tjá mig um dómarann
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea var skiljanlega ekkert allt of hress eftir 2-3 tap á heimavelli gegn Burnley.

„Augnablikið þegar Cahill var rekinn af velli var lykilatriði í leiknum, vegna þess að spila restina af leiknum með 10 leikmenn og síðar 9 var ekki auðvelt."

Tveir leikmenn Chelsea voru reknir af velli með rautt spjald, þeir Gary Cahill og Cesc Fabregas og það sást vel á viðbrögðum Conte á hliðarlínunni að hann var ekkert mjög sáttur með ákvarðanir dómarans.

„Ég vil ekki tjá mig um dómarann, alls ekki," sagði Conte í viðtali eftir leikinn í dag.

Næsti leikur Chelsea í ensku úrvalsdeildinni er gegn Tottenham næstkomandi sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner