Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. ágúst 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Neville: Fáránlegt hjá Danny Rose
Rose kom sér í klandur.
Rose kom sér í klandur.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gary Neville segir það fáránlegt hjá bakverðinum Danny Rose að hafa rætt við enska fjölmiðla um launastöðu sína hjá Tottenham.

Rose ræddi við götublaðið The Sun og heimtaði þar að fá ofurstjörnur til Tottenham eða hann myndi leita annað.

Ummælin vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og annars staðar, en í kjölfarið baðst hann afsökunar. Síðan þá hefur Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, tekið afsökunarbeiðni hans.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að þessi ummæli muni fylgja Rose restina af lífi hans.

„Að segja svona í viðtali við dagblað er fáránlegt," sagði Neville, sem vinnur í dag sem sérfræðingur hjá Sky Sports.

„Það er ekki bara virðingalaust gagnvart félaginu þínu, heldur trúi ég því ekki að önnur félög heillist af þessu."

„Ég þekki Danny Rose, hann er frábær leikmaður, en það var einhver sem ráðlagði honum skelfilega þarna."

„Sumir segja að þetta hafi verið hreinskilni hjá honum, en þú getur verið hreinskilinn og líka hegðað þér eins og atvinnumaður."

Neville segir að Rose eigi Tottenham mikið að þakka.

„Tottenham hefur reynst Danny Rose gríðarlega vel. Fyrir nokkrum árum var hann bakvörður númer fjögur eða fimm hjá enska landsliðinu, núna er hann húmer eitt. Mauricio Pochettino og Tottenham hafa breytt honum í heimsklassa bakvörð."

„Skrifaði hann ekki undir fimm ára samning fyrir 10 mánuðum? Hann hefur líka verið mikið meiddur síðan þá," sagði Neville.

„Danny Rose getur auðvitað beðið um sölu, eins og margir aðrir, en hann verður að sýna félagi sínu virðingu."

„Hann mun þurfa að lifa með þessu."

Sjá einnig:
Rose reiður: Vil ekki fá leikmenn sem þarf að Googla
Athugasemdir
banner
banner
banner