Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
banner
föstudagur 29. mars
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
föstudagur 29. mars
Championship
Blackburn - Ipswich Town - 17:30
Bristol City - Leicester - 12:30
Cardiff City - Sunderland - 15:00
Huddersfield - Coventry - 15:00
Hull City - Stoke City - 15:00
Millwall - West Brom - 13:00
Norwich - Plymouth - 15:00
Preston NE - Rotherham - 15:00
QPR - Birmingham - 15:00
Sheff Wed - Swansea - 15:00
Southampton - Middlesbrough - 15:00
Watford - Leeds - 20:00
Division 1 - Women
Paris W - Montpellier W - 20:00
Úrvalsdeildin
Dinamo - Rostov - 16:30
La Liga
Cadiz - Granada CF - 20:00
lau 12.ágú 2017 10:00 Mynd: Brynjar Ingi Erluson
Magazine image

„Heiðar fékk ekki þá virðingu sem hann átti skilið"

Vinátta Joey Barton og Heiðars Helgusonar er ósvikin en þeir félagarnir kynntust er þeir spiluðu saman hjá enska knattspyrnufélaginu Queens Park Rangers. Þeir mynduðu öflugt teymi á vellinum og tímabilið sem þér léku saman var Heiðar markahæsti maður liðsins með 9 mörk í öllum keppnum.

Heiðar Helguson fagnar marki með Barton
Heiðar Helguson fagnar marki með Barton
Mynd/Getty Images
Fagnað vel og innilega marki Heiðars gegn Chelsea
Fagnað vel og innilega marki Heiðars gegn Chelsea
Mynd/Getty Images
,,Ég hef spilað með fullt af stórum nöfnum á ferlinum og hann fær klárlega ekki þá virðingu sem hann á skilið sem leikmaður:
,,Ég hef spilað með fullt af stórum nöfnum á ferlinum og hann fær klárlega ekki þá virðingu sem hann á skilið sem leikmaður:
Mynd/Getty Images
,,Ég kunni alltaf að meta það og að æfa með honum á hverjum degi sá ég að þetta er leikmaður sem ég vil vera hliðina á þegar við eigum í stríði við önnur lið á vellinum.
,,Ég kunni alltaf að meta það og að æfa með honum á hverjum degi sá ég að þetta er leikmaður sem ég vil vera hliðina á þegar við eigum í stríði við önnur lið á vellinum.
Mynd/Getty Images
Barton kom til QPR frá Newcastle United árið 2011 á meðan Heiðar var að leika sitt fjórða tímabil með liðinu. Heiðar hafði verið mikilvægur leikmaður liðsins frá því hann kom á neyðarláni frá Bolton Wanderers í nóvember árið 2008. Heiðar spilaði fimm leiki og gerði eitt mark 2009-2010 en var lánaður til Watford sama tímabil þar sem hann gerði ellefu mörk í 29 leikjum. QPR sá þá mikilvægi hans og spilaði hann stærra hlutverk næstu tímabil.

Það var örlagaríkatímabilið 2011-2012 þar sem þeir náðu að bjarga liðinu frá falli þrátt fyrir að Barton hafði fengið rautt spjald í lokaleik tímabilsins þar sem Manchester City varð meistari. Barton var vikið af velli fyrir að gefa Carlos Tevez olnbogaskot áður en hann sparkaði í Sergio Aguero á leið af vellinum.

Hann lenti þá í ryskingum við bæði Vincent Kompany og Mario Balotelli á leið sinni af velli. QPR hélt sér uppi og Heiðar endaði sem markahæsti maður liðsins eins og áður segir.

Barton segir vináttu sína við Heiðar ómetanlega en hann heimsótti hann í fyrsta sinn til Íslands á dögunum og naut þess að vera hér.

„Það eru margar ástæður. Ég hef alltaf sagt við Heiðar að ég ætlaði að kíkja á hann og ég er mjög hrifinn af náttúrunni, tengi vel við hana og er smá náttúrubarn. Það sem maður áttar sig ekki á því fyrr en maður kemur hingað er hversu ungt land þetta er," sagði Barton við Fótbolta.net er blaðamaður kíkti á þá félagana.

Þeir tengdu strax við hvorn annan enda báðir miklir baráttuhundar á velli. Heiðar hefur einu sinni hlotið verðlaun sem Íþróttamaður ársins en það var árið 2011. Hann hlaut verðlaunin fyrir afrek sín með QPR er hann hjálpaði liðinu meðal annars að komast upp í deild þeirra bestu tímabilið 2010-2011 en liðið vann Championship-deildina og var að spila í úrvalsdeild í fyrsta sinn síðan tímabilið 1995-1996.

Heiðar lék 55 landsleiki og gerði 12 mörk áður en hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2011.

„Persónulega fannst mér Heiðar vera vanmetinn. Ég hef spilað með fullt af stórum nöfnum á ferlinum og hann fær klárlega ekki þá virðingu sem hann á skilið sem leikmaður. Hann er mikill keppnismaður, náði að hanga lengi í loftinu miðað við hæð, góður í vítum og ég hef séð hann spila gegn John Terry og David Luiz og veitt þeim mikla keppni og gert þeim erfitt fyrir."

„Ég kunni alltaf að meta það og að æfa með honum á hverjum degi sá ég að þetta er leikmaður sem ég vil vera hliðina á þegar við eigum í stríði við önnur lið á vellinum. Það er ekkert kjaftæði í þessum náunga hvort sem það sé inni á vellinum eða utan hans," sagði hann ennfremur.

Barton hefur lengi viljað heimsækja Íslands og sér í raun veru eftir því að hafa ekki komið fyrr til landsins.

„Ég hef alltaf viljað koma hingað, sérstaklega þar sem ég hef mikinn áhuga á náttúru. Ég hef bara séð smá part af þessu núna en eftir hvert tímabil fær maður í mesta lagi er átta vikur, stundum sex vikur og þá vill maður komast í smá sól og fara aðeins suður á bóginn ekki norður.

„Það var aldrei staður fyrir fjölskyldufrí en núna kom konan og börnin með mér. Við erum með 60-70 milljónir á Bretlandseyjum en þið eitthvað um 340 þúsund og þá getur maður notið þess að vera í náttúrunni og þess vegna skil ég að túrisminn er mikill hérna. Þetta er heillandi staður og núna þegar ég hef séð smá af þessu landi þá vill maður klárlega forvitnast og skoða meira. Þetta er magnað land."


Barton segir þróunina í knattspyrnunni hér á landi ótrúlega og hrósar hann sérstaklega knattspyrnuhöllunum sem hafa verið byggðar hér síðustu áratugi.

„Það er gaman að sjá þróunina hérna, mikið af knattspyrnuhöllum, fólk er mikið úti og ég hef áhuga á að skoða aðra menningu. Ég er að eyða næstu árum mínum til að skilja hvað er að gerast hérna og hvernig þetta virkar," sagði hann ennfremur.

Hann kíkti einnig á tónleika með bandarísku rokkhljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers en vinur hans þekkti aðeins til og reddaði þeim miðum.

Þessi fyrrum enski landsliðsmaður sér fyrir sér að koma aftur hingað og eyða meiri tíma en hann er þegar byrjaður að skipuleggja næstu ferð til landsins. Hann býst við að það verði á allra næstunni.
Athugasemdir
banner
banner