banner
   lau 12. ágúst 2017 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mounie: Ég tek mynd af töflunni
Steve Mounie fagnar hér marki í dag.
Steve Mounie fagnar hér marki í dag.
Mynd: Getty Images
Huddersfield gerði sér lítið fyrir og skellti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag með þremur mörkum gegn engu.

Flestir tippa á það að Huddersfield, sem er nýliði, verði eitt af þeim liðum sem fari niður, en ef þeir halda áfram að spila eins og þeir gerðu í dag þá eru þeir til alls líklegir á þessu tímabili.

Steve Mounie var keyptur til Huddersfield í sumar fyrir metfé. Hann átti hörkuleik í dag og skoraði tvö mörk.

„Þetta er magnað, svona byrjun og fyrir mig að skora tvö mörk í fyrsta leik mínum í ensku úrvalsdeildinni. Við unnum okkar fyrsta leik og það er magað fyrir stuðningsmennina, fyrir stjórann og fyrir allt fólkið í Huddersfield," sagði Mounie eftir sigurinn.

Huddersfield er á toppnum eftir sigurinn.

„Það er klikkun, ég ætla að taka mynd af töflunni," sagði Mounie hress að leik loknum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner