Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. september 2017 23:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Conte ánægður með frábæra byrjun
Davide Zappacosta skoraði frábært mark
Davide Zappacosta skoraði frábært mark
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, var hæstánægður með frábæra byrjun liðsins í Meistaradeildinni en liðið vann 6-0 sigur á Qarabag í kvöld.

Chelsea sneri aftur í Meistaradeildina eftir eins árs fjarveru en liðið hafði verið áskrifandi að Meistaradeildinni síðan árið 2004 áður en liðið var ekki í keppninni í fyrra.

Mörk frá Pedro, Davide Zappacosta, Cesar Azpilicueta, Tiemoue Bakayoko og Michy Batshuayi ásamt sjálfsmarki frá Maksim Medvedev tryggðu Chelsea þennan stórsigur í kvöld.

„Þetta var góð byrjun, fullkomin byrjun fyrir okkur. Það var fullt jákvætt í okkar leik, frábær úrslit, skoruðum mörg mörk, héldum hreinu, allt þetta í fyrsta leiknum í Meistaradeildinni var frábært," sagði Conte eftir leik.

„Nú verðum við að halda áfram, við hvílum okkur á morgun og byrjum svo að hugsa um næsta leik, erfiðan leik gegn Arsenal á sunnudag."

Conte var svo spurður út í frábært mark Davide Zappacosta.

„Hann sagði að hann ætlaði að gefa fyrir en hann skoraði og það var mikilvægt fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner