Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 12. október 2015 15:22
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Alfreð: Vilja allir vera í byrjunarliðinu í Frakklandi
Icelandair
Frá æfingu íslenska landsliðsins í Konya í dag. Alfreð hoppar manna hæst.
Frá æfingu íslenska landsliðsins í Konya í dag. Alfreð hoppar manna hæst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason, framherji Olympiakos og íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir lokaleik undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi sem fram fer í Konya annað kvöld.

Þegar Fótbolti.net náði tali af Alfreð á hóteli íslenska landsliðsins í dag voru hann og Kolbeinn Sigþórsson búnir að vera að skjóta á hvorn annan í viðurvist íslenskra fjölmiðla. Það var þó allt í gríni gert.

„Það verður að vera gaman að þessu, við erum búnir að vera lengi saman þannig að það er kominn smá galsi í menn. Það er gaman að þessu," sagði Alfreð við Fótbolta.net.

„Þetta er bara eins og best er á kosið fyrir okkur að þurfa ekki að millilenda og geta æft í gærmorgun. Það er eðlilegt að það sé smá þreyta í morgunsárið og vonandi verðum við bara ferskir þegar flautan gellur."

Vilja allir vera í byrjunarliðinu í Frakklandi
Alfreð segir að tyrkneska liðið sem Ísland mætir annað kvöld sé allt annað lið en tapaði 3-0 á Laugardalsvelli fyrir ári síðan. Býst hann við erfiðum leik en segir jafnframt að íslenska liðið ætli sér að gera góða hluti.

„Það var mikið taktleysi í þeirra liði þá og þeir voru kannski ekki alveg búnir að púsla saman því liði sem þeir vildu. Í síðustu leikjum eru þeir mjög sterkir og eru náttúrulega í 3. sæti í þessum sterka riðli. Það er allt annað að sjá liðið þannig þetta er hættulegt lið að spila við," sagði Alfreð.

„Við reynum að fókusa minna á það sem þeir þurfa, við förum í þennan leik til að vinna. Við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir EM og þar ætlum við að vinna leiki, þannig við ætlum að fókusa það."

„Þetta er alltaf landsleikur, við erum að spila fyrir Ísland og það vilja allir vera í byrjunarliðinu í Frakklandi og komast sem næst því."

Alfreð fékk tækifæri í byrjunarliðinu í 2-2 jafnteflinu gegn Lettlandi á dögunum og náði að valda varnarmönnunum talsverðum vandræðum í fyrri hálfleik.

„Ég var allavega ánægður með leikinn og þjálfararnir líka og það er það sem skiptir mestu máli fyrir mig. Svo er spurning hvaða lið þarf í þessum leik, kannski þarf eitthvað annað en mína kosti eða einhvers annars. Maður sér bara hvað þjálfararnir ákveða, ég treysti þeim fullkomlega til að velja liðið. Ég er alltaf klár, það er bara þannig," sagði Alfreð.
Athugasemdir
banner
banner
banner