Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 12. október 2015 12:48
Magnús Már Einarsson
Daði Freyr til Norwich á reynslu
Mynd: Aðsend
Daði Freyr Arnarsson, markvörður BÍ/Bolungarvíkur, er á leið til enska félagisns Norwich á reynslu.

Daði heldur út í vikuferð til Englands á morgun. Hann mun æfa með U18 og U21 árs liði Norwich og spila með í U16 leik Norwich á móti Birmingham.

Daði hefur leikið 9 leiki með U-17 ára landslið Íslands og tók meðal annars þátt í milliriðli fyrir EM í Rússlandi fyrr á þessu ári.

Í sumar hefur Daði verið markvörður 2. flokks BÍ/Bolungarvík og tók hann svo einnig við markvarðarstöðu meistaraflokks um mitt sumar og spilaði níu leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner