mán 12. október 2015 22:09
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FE 
De Gea: Vorum heppnir og áttum skilið að vinna
De Gea átti mjög góðan leik gegn Úkraínu og viðurkenndi að leikslokum að heppnin hafi verið með sínum mönnum.
De Gea átti mjög góðan leik gegn Úkraínu og viðurkenndi að leikslokum að heppnin hafi verið með sínum mönnum.
Mynd: Getty Images
Spánverjar rétt mörðu Úkraínu í undankeppni EM fyrr í kvöld þar sem Mario Gaspar gerði eina mark Spánverja.

David de Gea átti stórkostlegan leik í marki Spánverja og varði ellefu skot í leiknum, enda voru Úkraínumenn mjög sókndjarfir í tilraun sinni til að ná öðru sæti riðilsins.

„Allt liðið spilaði frábæran leik. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur því Úkraínumenn þurftu sigur," sagði De Gea að leikslokum.

„Ég geri alltaf mitt besta, þetta var góður leikur og það var mikilvægt fyrir okkur að sigra hann. Við höfðum heppnina með okkur og áttum skilið að vinna."

De Gea, Isco og Thiago Alcantara voru allir í liðinu í dag en þeir gerðu góða hluti með U21 árs landsliði Spánverja og eru nýlega komnir upp í A-landsliðið.

„Við þekkjum hvorn annan mjög vel og það sást þegar Thiago og Isco spiluðu boltanum á milli sín. Við erum ennþá ungir og vonandi munum við eiga farsælan landsliðsferil."
Athugasemdir
banner
banner