Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. október 2015 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ferguson: Rafa Benítez tapaði sálfræðistríðinu
Sir Alex og Rafa á góðum degi.
Sir Alex og Rafa á góðum degi.
Mynd: Getty Images
Manchester United og Liverpool voru í harðri toppbaráttu tímabilið 2008-09 þegar Sir Alex Ferguson og Rafael Benítez stýrðu félögunum. Mikill rígur var á milli stjóranna sem áttu það til að ögra hvor öðrum á fréttamannafundum.

Liverpool var á toppi deildarinnar í janúar 2009, þegar Rafa Benitez nýtti sér frettamannafund til þess að lesa fjögurra mínútna yfirlýsingu af blaði.

Yfirlýsing Rafa lét hann hljóma frekar bitran, eins og má sjá hér neðst í fréttinni, og telur Ferguson að þá hafi hann sigrað sálfræðistríðið sem var í gangi þeirra á milli. Man Utd endaði á toppi úrvalsdeildarinnar það tímabilið.

„Ég passaði mig alltaf á því að standa uppi sem siguvergari á fréttamannafundum, það skiptir miklu máli," sagði Ferguson við MSNBC.

„Til dæmis var fréttamannafundur þar sem Rafa mætti með yfirlýsingu skrifaða á blað og talaði stanslaust í fjórar mínútur. Sá fréttamannafundur drap hann, ég þurfti ekki að gera neitt, hann sá um þetta sjálfur."

Ferguson segir að fólk hafi gert of mikið úr sálfræðileikjum á fjölmiðlafundum.

„Einu sinni hringdi ég í stjórann hjá Aston Villa fyrir leik á móti þeim og spurði út í einhverja miða. Fimm mínútum síðar fékk ég símtal til baka frá honum þar sem hann spurði mig hvað ég meinti með þessu.

„Ég meinti ekkert með símtalinu, þetta var bara orðsporið sem var komið á mig, það héldu allir að ég væri alltaf að spila einhverja sálfræðileiki. Það var ofmetið."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner