Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. október 2015 16:15
Gunnar Birgisson
Guðmundur Magnússon fer frá HK
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Sóknarmaðurinn Guðmundur Magnússon er á förum frá HK en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Guðmundur ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið.

„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að vera ekki áfram í HK var vegna þess að ég var með ákvæði í samningnum sem fól í sér að samningnurinn fellur úr gildi ef að Þorvaldur (Örlygsson) myndi hætta. Svo fór að hann hætti með liðið þannig ég nýtti mér það ákvæði," sagði Guðmundur við Fótbolta.net í dag.

„Ég sé ekki eftir tímanum í HK enda eru allir sem koma að liðinu frábærir, langar að þakka þeim fyrir þennan tíma sem ég átti hjá félaginu."

Hinn 24 ára gamli Guðmundur kom til HK um mitt sumar 2014 frá uppeldisfélagi sínu Fram. Hann hefur einnig leikið með Víkingi Ólafsvík á ferli sínum.

„Vonandi mun ég komast í lið þar sem ég næ að festa mig vel í sessi og þar sem ég get verið næstu árin sama hvort það sé í 1.deild eða Pepsi-deildinni," sagði Guðmundur um næstu skref hjá sér.
Athugasemdir
banner
banner