Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. október 2015 15:33
Magnús Már Einarsson
Hannes: Einhverjir mánuðir fara í endurhæfingu
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, birti í dag færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir ljóst að hann verði frá í einhverja mánuði.

Hannes fór úr axlarlið á æfingu með íslenska landsliðinu í gærmorgun og þarf nú að fara í endurhæfingu.

Í fjarveru hans verður Ögmundur Kristinsson eða Gunnleifur Gunnleifsson í marki Íslands gegn Tyrklandi á morgun.

Færsla af Facebook síðu Hannesar
Kæru vinir. Takk fyrir kveðjurnar, þær gefa mér mikið á þessum erfiða tímapunkti. Ég vil hins vegar ekki dramatísera þetta of mikið. Það er ljóst að einhverjir mánuðir fara í endurhæfingu en þeir verða fljótir að líða. Svona getur alltaf gerst og nú er ekkert annað í stöðunni en að setja undir sig hausinn, bretta upp ermar og hrista þetta af sér eins fljótt og mögulegt er. Óska strákunum góðs gengis í Tyrklandi og svo bara áfram með smjörið!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner