Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mán 12. október 2015 17:30
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Raggi Sig: Mér leið drulluvel
Icelandair
Ragnar Sigurðsson var hress á æfingunni í dag.
Ragnar Sigurðsson var hress á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, er fullur tilhlökkunar fyrir leik Íslands gegn Tyrklandi í Konya annað kvöld.

Ragnar og félagar eru búnir að tryggja sér sæti á EM 2016 en það þýðir ekki að þeir muni gefa neitt eftir í síðasta leik undankeppninnar gegn Tyrkjum.

„Þetta verður spennandi leikur, maður býst við einhverri ákveðinni stemningu hérna og það verður spennandi að sjá," sagði Ragnar við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Blaðamaður gerði ráð fyrir því að stuðningsmenn í Rússlandi, þar sem Ragnar spilar fyrir FC Krasnodar, væru ansi blóðheitir og því ætti varnarmaðurinn öflugi að vera vanur því andrúmslofti sem von er á annað kvöld. Það reyndist rangt.

„Þeir eru ekkert það heitir í Rússlandi, það er frekar rólegt þar reyndar. Ég hélt sjálfur að það yrði miklu alvarlegra þar, en maður hefur heyrt að þeir séu mjög heitir hérna. Ég hef spilað einu sinni á móti Galatasaray og það var alveg hörku fjör þar," sagði Ragnar.

„Maður reynir náttúrulega allt til að einbeita sér bara að leiknum en það koma hugsanir hér eða þar. Það er bara misjafnt hvað menn eru að hugsa."

Ansi stutt er á milli leikjanna gegn Lettlandi og Tyrklandi en sjálfur er Ragnar ferskur.

„Maður er alltaf smá stífur og svona en við vorum á æfingu áðan og mér leið allavega drulluvel," sagði Ragnar, sem vill ekki spá of mikið í 2-2 jafnteflinu gegn Lettlandi.

„Að mínu mati þýðir ekkert að vera að spá allt of mikið í því. Við skoðum hvað fór úrskeiðis og svo einbeitum við okkur bara að þessum leik," sagði Ragnar, sem viðurkennir þó að það hafi ekki verið gaman að fá á sig tvö mörk.

„Það var gjörsamlega óþolandi en þetta var bara frábærlega klárað hjá þeim, þessi færi. Stundum er bara erfitt að stoppa mörk þegar þau eru svona vel gerð og mér fannst þetta vera þannig mörk."
Athugasemdir
banner
banner
banner