Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. október 2015 22:51
Magnús Már Einarsson
Sólarhringur eftir í söfnun fyrir mynd Sölva um landsliðið
Icelandair
Sölvi Tryggvason.
Sölvi Tryggvason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Tryggvason hefur í kringum undankeppni EM unnið að heimildarmynd um íslenska landsliðið.

Verið er að fjármagna myndina á Karolianfund en þegar sólarhringur er eftir af söfnuninni hafa einungis 16% af upphæðinni safnast.

Ekki er þó öll nótt von úti því með því að kaupa miða á myndina getur þú lagt verkefninu lið. Ef 3000 miðar seljast á næsta sólarhringinn mun myndin koma út.

„Í rúmt ár höfum við semsagt tekið tugi klukkustunda af myndefni í kringum hina ótrúlegu vegferð landsliðsins í knattspyrnu úr miklu návígi. Úr búningsklefum, sjúkraherbergjum, af liðsfundum, rútu fyrir leiki og æfingar og svo framvegis og svo framvegis," segir Sölvi.

„Myndefni sem hvergi mun birtast nema í heimildarmynd um vegferðina á EM 2016. Þetta eru einstakar heimildir um sögulegt íþróttaafrek, sem allir vilja sjá. Nú er aðeins sólarhringur til stefnu til að ná markmiðum um fjármögnun á Karolinafund."

Smelltu hér til að taka þátt í söfnuninni á Karolinafund


Athugasemdir
banner
banner