Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 12. október 2015 14:53
Magnús Már Einarsson
Stjarnan fékk ekki að æfa í Rússlandi
Úr fyrri leiknum í síðustu viku.
Úr fyrri leiknum í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Stjörnustúlkur eru mættar til Rússlands til að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Zvezda í Meistaradeildinni á fimmtudag. Byrjunin á dvölinni í Rússlandi hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig en Stjarnan fékk ekki að æfa á gervigrasinu sem leikurinn fer fram á.

Stjarnan sótti um það í september að fá að æfa á vellinum en fyrir æfingu í dag bárust þau skilaboð að það væri ekki mögulegt.

Stjörnstúlkur æfðu því í líkamsræktarsal á hótelinu í dag en þær vonast til að fá leyfi hjá Rússunum til að æfa á gervigrasinu á morgun.

Stjarnan á erfitt verkefni fyrir höndum á fimmtudag eftir 3-1 tap í fyrri leiknum í síðustu viku.

Snjór er í Rússlandi þessa dagana eins og sjá má á Twitter færslu sem markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir setti inn.



Athugasemdir
banner
banner
banner