Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. október 2015 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Slóvakar tryggja sig á EM
Marek Hamsik gerði tvö mörk fyrir Slóvaka í dag.
Marek Hamsik gerði tvö mörk fyrir Slóvaka í dag.
Mynd: Getty Images
Úkraína fer í umspil eftir tap gegn Spánverjum og þá eru Slóvakar búnir að tryggja sig á lokamótið eftir fjörugan leik í Lúxemborg.

Sigur Spánverja kemur sér gríðarlega vel fyrir Ungverjaland sem er nánast öruggt beint áfram á EM sem stigahæsta liðið í þriðja sæti. Það eina sem fær Ungverja stöðvað er sigur Tyrkja gegn Íslendingum og sigur Kasaka á Lettum annað kvöld.

Englendingar stilltu upp tilraunakenndu liði gegn Litháen og uppskáru öruggan þriggja marka sigur á meðan Slóvenar tryggðu sér þriðja sæti E-riðils með sigri á San Marínó.

C-riðill:
Úkraína 0 - 1 Spánn
0-1 Mario Gaspar ('22)

Lúxemborg 2 - 4 Slóvakía
0-1 Marek Hamsik ('24)
0-2 Adam Nemec ('29)
0-3 Robert Mak ('30)
1-3 Mario Mutsch ('61)
2-3 Lars Gerson ('65, víti)
2-4 Marek Hamsik ('91)

Hvíta-Rússland 0 - 0 Makedónía


E-riðill:
Litháen 0 - 3 England
0-1 Ross Barkley ('29)
0-2 Giedrius Arlauskis ('35, sjálfsmark)
0-3 Alex Oxlade-Chamberlain ('62)

Eistland 0 - 1 Sviss
0-1 Ragnar Klavan ('94, sjálfsmark)

San Marínó 0 - 2 Slóvenía
0-1 Bostjan Cesar ('54)
0-2 Nejc Pecnik ('75)
Athugasemdir
banner
banner